Stevie Nicks, söngkona Fleetwood Mac, hefur slökkt í vonum Reese Witherspoon um að hún leiki hana í væntanlegri kvikmynd. Nicks segir hina 37 ára Witherspoon einfaldlega of gamla fyrir hlutverkið.
Myndin á að fjalla um yngri ár Nicks og leið hennar á toppinn. „Ég hef þegar sagt við hana að hún sé eiginlega of gömul,“ sagði Nicks í viðtali við ET Canada en Witherspoon hefur verið orðuð við hlutverkið.
Witherspoon er þessa dagana að leika í myndinni The Good Lie og hafa tökur staðið yfir í Atlanta undanfarið.
Source:
http://www.visir.is/of-gomul-til-ad-leika-stevie-nicks/article/2013704229913